Ólafía alls ekki lokið sér af á LPGA

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilar á LPGA-mótaröðinni á næsta tímabili.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilar á LPGA-mótaröðinni á næsta tímabili. mbl.is/Árni Sæberg

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður með takmarkaðan keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi, á næsta tímabili. Henni mistókst að tryggja sér fullan keppnisrétt á mótaröðinni á nýliðinu tímabili. Golf.is greindi frá.

Ólafía gæti því fengið þátttökurétt á 7-10 mótum á mótaröðinni á næsta ári. Hún tekur einnig þátt í úrtökumótum fyrir einhver mót. Á úrtökumótunum eru leiknar 18 holur og 2-3 efstu kylfingarnir fá keppnisrétt á næsta móti. Ólafía tekur einnig þátt á nokkrum mótum á Symetra-mótaröðinni, sem er sú næststerkasta í Bandaríkjunum. 

Fleiri mót verða á LPGA-mótaröðinni á næsta tímabili en áður og því líklegra að fleiri kylfingar með fullan keppnisrétt hvíli sig á milli móta. Þá opnast fleiri möguleikar fyrir kylfinga með takmarkaðan keppnisrétt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert