Valdís Þóra komst ekki áfram

Valdís Þóra Jónsdóttir er úr leik.
Valdís Þóra Jónsdóttir er úr leik.

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir er úr leik á Andalucia Open de Espana-mótinu, síðasta móti Evrópumótaraðarinnar á tímabilinu. Hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi. 

Valdís kláraði annan hringinn í morgun og lék hann á 76 höggum, fimm höggum yfir pari. Valdís lék fyrsta hringinn á sama skori og lék hún því samtals á tíu höggum yfir pari og var nokkuð langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. 

Anne Van Dam frá Hollandi er efst eftir hringina tvo á sjö höggum undir pari. 

Anne Van Dam er efst eftir tvo hringi.
Anne Van Dam er efst eftir tvo hringi. Ljósmynd/LET
mbl.is