Guðrún Brá í 36. sæti eftir þrjá hringi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir þarf að leika örlítið betur.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir þarf að leika örlítið betur. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir, Íslands­meist­ari í golfi úr Keili, lék þriðja hring­inn á loka­úr­töku­mót­inu fyr­ir Evr­ópu­mótaröðina í dag á 72 höggum, eða á pari, en mótið er haldið í Mar­okkó.

Íslandsmeistarinn lék annan hringinn í gær einnig á pari og er hún samtals á einu höggi yfir pari og í 36. sæti af 115 kylfingum. Um 25 efstu tryggja sér keppnisrétt á sterkustu mótaröð kvenna í Evrópu; LET-Evrópumótaröðinni. 

Alls verða leiknir fimm hringir á fimm keppnisdögum og hefur Guðrún Brá því tvo daga til að bæta stöðu sína og tryggja sér þátttökuréttinn. Hún er sem stendur þremur höggum frá því að komast í efstu 25 sætin. 

Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL er með keppnisrétt í þessari mótaröð á næsta tímabili. Alls hafa þrjár íslenskar konur komist inn í LET-Evrópumótaröðina í gegnum lokaúrtökumótið. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert