Frábær lokahringur tryggði Schauffle sigur

Xander Schauffele með verðlaunagripinn.
Xander Schauffele með verðlaunagripinn. AFP

Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele hrósaði sigri á fyrsta PGA-móti ársins í golfi í gærkvöld.

Schauffele átti frábæran lokahring sem hann lék á 62 höggum en hann fékk tvo erni á síðasta hringnum á mótinu.

Fyrir lokahringinn var Schauffele fimm höggum á eftir Gary Woodland en tókst að vinna þann mun og gott betur því hann lauk keppni á 269 höggum eða á 23 höggum undir pari, einu færri en Woodland.

Justin Thomas hafnaði í þriðja sæti en hann lauk keppni á 274 höggum.

Lokastaðan á mótinu

mbl.is