Ágætur lokahringur dugði Valdísi skammt

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir.

Val­dís Þóra Jóns­dótt­ir, at­vinnukylf­ing­ur úr Leyni, náði ágætum þriðja og síðasta hring í Abu Dhabi í dag þar sem fyrsta mót ársins í Evrópumótaröðinni, Fatima Bint Mubarak Ladies Open, fer fram. Hún endaði í 49. sæti en keppendur voru 56.

Valdís spilaði fyrsta hringinn á sex höggum yfir pari og í gær lék hún á sjö höggum yfir pari en í dag gekk betur er hún lék hringinn á 73 höggum eða einu yfir pari. Hin enska Charley Hull vann mótið en hún lék á alls átta höggum undir pari.

mbl.is