Ólafía Þórunn fann taktinn

Ólafía á Bahamas í fyrra.
Ólafía á Bahamas í fyrra. Ljósmynd/GSÍ

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, fann taktinn í golfsveiflunni í ProAm móti sem haldið var á Paradísareyju á Bahamaeyjum í gær. Ólafía skilaði inn frábæru skori. 

Ólafía lék hringinn á 66 höggum sem er sex högg undir pari Ocean Club golfvallarins. Er hann staðsettur á Paradísareyju en þar hóf Ólafía frumraun sína á LPGA-mótaröðinni fyrir tveimur árum síðan. Fékk hún sjö fugla á hringnum, einn skolla og tíu pör. 

Um góðgerðarviðburð var að ræða og skilar þessi frammistaða Ólafíu engu hvað varðar styrkleikalista eða heimslista. En skorið er frábært og gefur góð fyrirheit fyrir nýtt ár en Ólafíu gekk ekki vel gegn bestu kylfingum heims á LPGA á síðasta ári. 

Þekktar stjörnur af LPGA-mótaröðinni voru með í mótinu og má þar nefna Lexi Thompson, Brittany Lincicome og Stacy Lewis. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert