Fín byrjun hjá Valdísi í Ástralíu

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir.

Valdís Þóra Jónsdóttir, úr Leyni, lék vel á fyrsta hringnum á LPGA-mótinu sem fram fer í Ástralíu en hún lauk leik nú í morgunsárið á 72 höggum. 

Valdís lék á pari vallarins og spilaði stöðugt golf. Fékk tólf pör, þrjá fugla og þrjá skolla. 

Valdís er í 77. sæti af 156 keppendum og framundan virðist því vera barátta um að komast í gegnum niðurskurð keppenda eftir 36 holur. 

Mótið er hins vegar óvenjulegt að því leyti að leikið er á tveimur völlum. Ekki er því mikið að marka stöðuna fyrr en kylfingarnir hafa leikið báða vellina því þeir gætu hentað kylfingunum misjafnlega. 

mbl.is