Valdís komst ekki áfram

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir.

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni komst ekki í gegnum niðurskurð keppenda að loknum 36 holum á Opna ISPS Handa Vic mótinu í golfi í Viktoríufylki í Ástralíu. Hafnaði Valdís í 91. sæti. 

Valdís lauk leik á samtals tveimur höggum yfir pari og hefði þurft að leika á þremur höggum betur til að komast áfram. Hringina tvo lék hún á 72 og 75 höggum. 

Hringinn í nótt lék Valdís á 75 og byrjaði á skramba á fyrstu holu. Eftir tíu holur var hún á parinu og átti því möguleika á því að komast áfram á þeim tímapunkti. Eftir það fékk hún hins vegar þrjá skolla. Alls fékk hún þrjá skolla, einn skramba, þrjá fugla og ellefu pör á hringnum. 

Leikið var á tveimur völlum í mótinu. Fyrri völlurinn sem Valdís lék er par 72 en sá sem hún lék í nótt er par 73. 

Mótið er samstarfsverkefni amerísku LPGA mótaraðarinnar og þeirrar áströlsku en Valdís er nú með keppnisrétt á áströlsku mótaröðinni en einnig þeirri evrópsku eins og áður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert