Mickelson í dauðafæri

Phil Mickelson.
Phil Mickelson. AFP

Ekki tókst að ljúka leik á Pebble Beach-golfmótinu í Bandaríkjunum í gærkvöld vegna myrkurs en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni.

Það stefnir allt í að Phil Mickelson muni bera sigur úr býtum en hann og Paul Casey voru þeir einu sem ekki náðu að ljúka leik. Mickelson á eftir að spila tvær holur en Casey þrjár í dag og ljúka þeir leik.

Mickelson er með pálmann í höndunum en hann er með þriggja högga forskot á Casey og allt stefnir í að hann vinni sitt 44. mót í PGA-mótaröðinni. Mickelson er samtals 18 höggum undir pari en Casey og Scott Stalling, sem hefur lokið keppni, eru á 15 undir pari.

Staðan á mótinu

mbl.is