Frábær byrjun hjá Guðmundi á Spáni

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR er með forystu eftir fyrsta hringinn á Mediter Real Estate Masters-mótinu í golfi sem hófst á Spáni í gær en mótið er hluti af Nordic Tour-atvinnumótaröðinni.

Guðmundur Ágúst lék hringinn á 64 höggum eða átta höggum undir pari. Hann fékk alls sex fugla og einn örn á hringnum, tapaði ekki höggi og er með þriggja högga forskot.

Þrír aðrir íslenskir kylfingar taka þátt í mótinu. Andri Þór Björnsson úr GR er í 7. sæti á þremur höggum undir pari. Hann fékk þrjá fugla og lék aðrar holur á pari.

Haraldur Franklín Magnús úr GR lék á einu höggi undir pari og er í 21. sæti. Hann fékk fjóra fugla, einn örn og fimm skolla á hringnum.

Íslandsmeistarinn Axel Bóasson úr Keili lék á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari og er í 56. sæti. Hann fékk fjóra fugla, þrjá skolla og einn skramba.

Staðan á mótinu

mbl.is