Guðmundur efstur fyrir lokahringinn

Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur leikið vel á Spáni.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur leikið vel á Spáni. mbl.is/Ófeigur

Guðmundur Ágúst Kristjánsson er enn með forystuna fyrir lokahringinn á Mediter Real Estate Masters-mótinu í golfi sem fram fer í Katalóníu á Spáni og er hluti af Nordic Tour-atvinnumótaröðinni.

Guðmundur lék á 70 höggum eða pari vallarins í dag en þar sem hann átti stórkostlegan hring í gær, og lék á -8 höggum, er hann enn efstur fyrir þriðja og síðasta hringinn sem leikinn verður á morgun.

Guðmundur er með eins höggs forskot á Norðmanninn Jarand Ekeland Arnøy og tveggja högga forskot á Svíann Robert Jonasson.

Haraldur Franklín Magnús er í 22. sæti á -1 höggi eftir að hafa leikið á pari í dag. Andri þór Björnsson er í 40. sæti á +1 höggi, en Axel Bóasson komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir að hafa leikið fyrstu tvo hringina samtals á +4 höggum.

mbl.is