Annað gott mót Guðmundar á Spáni

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Ljósmynd/GSÍ

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr GR, átti aftur góðu gengi að fagna á móti á Spáni sem er að ljúka í Nordic Tour-atvinnumótaröðinni.

Mótið heitir PGA Catalunya Resort Championship og kemur í kjölfarið á móti á sömu slóðum þar sem Guðmundur Ágúst fagnaði sigri í síðustu viku.

Þegar þetta er skrifað eiga örfáir kylfingar eftir að skila sér í hús en Guðmundur Ágúst lauk leik á samtals -3 höggum og er í 9. sæti. Hann lék á -2 höggum í dag. Efstu menn eru á samtals -8 og -7 höggum.

Þrír aðrir íslenskir kylfingar léku á mótinu en komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Axel Bóasson lék fyrstu tvo hringina samtals á +3 höggum, Haraldur Franklín Magnús á +6 og Andri Þór Björnsson á +7.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert