Fjórfaldur skolli Valdísar á lokaholunni

Valdís Þóra Jónsdóttir verður aftur á ferðinni í kvöld að …
Valdís Þóra Jónsdóttir verður aftur á ferðinni í kvöld að íslenskum tíma. Ljósmynd/LET/Tristan Jones

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, er í hópi neðstu kylfinga eftir fyrsta hringinn á Australian Ladies Classic-mótinu í Bonville í Ástralíu en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Valdís endaði í 3. sæti á þessu móti í fyrra og er það hennar besti árangur í svo sterkri mótaröð. Í nótt, að íslenskum tíma, gekk hins vegar fátt upp hjá henni.

Valdís fékk reyndar tvo fugla og aðeins einn skolla á fyrri níu holunum en á þeim seinni seig á ógæfuhliðina. Hún fékk skolla á 10., 12., 14. og 16. braut og 18. brautin reyndist henni svo sérstaklega erfið en hana lék Valdís á +4 höggum. Hún er því samtals á +7 höggum í 122.-129. sæti. Valdís sló á létta strengi á Twitter eftir hringinn:

Heimakonan og áhugakylfingurinn Doey Choi lék best í nótt eða á -6 höggum. Næst á eftir komu tveir sænskir kylfingar á -4 höggum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert