Johnson í sterkri stöðu

Dustin Johnson.
Dustin Johnson. AFP

Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson færðist nær því að vinna sinn 20. sigur í PGA-mótaröðinni í golfi en þegar einum hring er ólokið á heimsmótinu í Mexíkó er hann með fjögurra högga forskot á N-Írann Rory McIlroy.

Johnson lék þriðja hringinn á fimm höggum undir pari og er samtals á 16 höggum undir parinu. McIlroy lék á 68 höggum í gær eða á þremur höggum undir pari.

Tiger Woods lék á 70 höggum eða einu höggi undir pari og er samtals á 201 höggi í 9. sæti ásamt fleiri kylfingum á sex höggum undir pari. Tiger fór illa að ráði sínu á 15. og 16. holunum en hann fékk skramba á þeim báðum.

Staðan á mótinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert