20. PGA-meistaratitill Johnsons

Dustin Johnson með verðlaunagripinn.
Dustin Johnson með verðlaunagripinn. AFP

Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson fagnaði sigri á sínu 20. PGA-móti í golfi í gærkvöld þegar hann bar sigur úr býtum á heimsmótinu sem fram fór í Mexíkó.

Johnson lék lokahringinn á 66 höggum eða fimm höggum undir pari og lauk keppni á samtals 21 höggi undir pari.

N-Írinn Rory McIlroy, sem lék lokahringinn á fjórum höggum undir pari, endaði í öðru sæti, fimm höggum á eftir Johnson en McIlroy fékk sex fugla á seinni níu holunum.

Tiger Woods endaði jafn í 10. sæti en lokahringinn lék hann á tveimur höggum undir pari og endaði á samtals á átta höggum undir pari.

Lokastaðan á mótinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert