Haraldur fékk sjö fugla

Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Haraldur Franklín Magnús lék vel á þriðja hringnum á Win­ter Series Lum­ine Hills Open-mót­inu í golfi á Spáni í dag en mótið er hluti af Nordic-mótaröðinni.

Haraldur Franklín lék þriðja hringinn í dag á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er samtals á fimm höggum undir pari. Hann er sem stendur í 10. sæti en ekki hafa allir kylfingar lokið leik í dag. Haraldur fékk sjö fugla og þrjá skolla.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék í dag á einu höggi yfir pari. Hann er samtals á einu höggi undir pari og er í 28. sæti ásamt fleiri kylfingum. Guðmundur fékk tvo fugla og þrjá skolla á hringnum.

Þrír aðrir Íslendingar hófu keppni á mótinu en þeir Axel Bóasson, Andri Þór Björnsson og Andri Bergsson komust ekki áfram í gegnum niðurskurðinn í gær.

Staðan á mótinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert