Valdís Þóra heldur sig í Ástralíu

Valdís Þóra Jónsdóttir spilar golf á hinum enda hnattarins þessa …
Valdís Þóra Jónsdóttir spilar golf á hinum enda hnattarins þessa dagana. Ljósmynd/Tristan Jones

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, verður meðal keppenda á Women's NSW Open-mótinu sem fram fer á Queanbeyan Golf Club, rétt utan við Canberra, höfuðborg Ástralíu.

Mótið hefst á fimmtudag en það er sameiginlegt verkefni hjá Evrópumótaröðinni og áströlsku LPGA-mótaröðinni, og tengist einnig atvinnumótaröð Nýja-Sjálands.

Valdís lék á sömu slóðum um síðustu helgi þegar hún keppti á Canberra Classic-mótinu í Evrópumótaröðinni en hún komst ekki í gegnum niðurskurð.

Þetta verður fjórða mót Valdísar Þóru á þessu ári en hún komst í verðlaunasæti á einu móti þegar hún varð í 49. sæti á Fatima Bint Mubarak Open og fékk jafnvirði um 200.000 króna fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert