Afreksstjórinn féll fyrir landi og þjóð

Brynjar Eldon Geirsson og Gregor Brodie handsala samning um að …
Brynjar Eldon Geirsson og Gregor Brodie handsala samning um að Brodie verði afreksstjóri GSÍ. Ljósmynd/seth@golf.is

Golfsamband Íslands gekk í gær frá ráðningu á nýjum afreksstjóra en sá heitir Gregor Brodie og tekur við af Finnanum Jussi Pitkänen. Brodie er 44 ára gamall Skoti og hefur komið víða við í golfheiminum á ferlinum. Ólst hann upp í Dundee í Skotlandi sem ekki er ýkja langt frá vöggu golfsins, St. Andrews, en einnig Carnoustie, þar sem The Open var haldið í fyrra. Síðar flutti hann yfir á vesturströnd Skotlands og bjó þá nærri völlum þar sem The Open hefur einnig farið fram eins og Troon og Turnberry. Brodie hefur því verið á þeim slóðum þar sem golfíþróttin á sterkustu ræturnar.

Brodie býr í Surrey á Englandi, ekki langt frá Wentworth. Starf afreksstjórans er víðtækt og verkefnin eru bæði erlendis og hérlendis. Brodie flytur því ekki til Íslands frekar en forveri hans.

„Í starfinu felst bæði að starfa á Íslandi og einnig að fara á mót erlendis þar sem Íslendingar keppa. Starfið er mjög víðtækt. Ég kem til með að koma að fræðslustarfinu, eins og menntun þjálfara. Starfa með landsliðunum í öllum aldursflokkum en einnig atvinnukylfingunum. Þetta verður frábært og ég hlakka mjög til,“ sagði Brodie þegar Morgunblaðið náði í hann í síma í gær og var hinn hressasti þótt hann væri nýbúinn að fara í gegnum hinar yfirþyrmandi leiðinlegu biðraðir á Heathrow-flugvelli.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert