Fjórir frá upphafi með lægra skor

Valdís Þóra Jónsdóttir á mótinu í Ástralíu.
Valdís Þóra Jónsdóttir á mótinu í Ástralíu. Ljósmynd/LET

Valdís Þóra Jónsdóttir, úr Leyni á Akranesi, var langefst að loknum fyrsta hring á Women's NSW Open mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi sem fram fer í Ástralíu. Valdís skilaði inn stórbrotnu skori aðfaranótt fimmtudagsins eftir að hafa leikið á 63 höggum sem er átta undir pari vallarins.

Mun þetta vera hennar besta skor á ferlinum og er um leið lægsta skor íslenskrar konu í móti erlendis. Valdís hafði áður leikið á 65 höggum í Marokkó árið 2016 og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék einnig á 65 á Evrópumótaröðinni árið 2016.

Morgunblaðið birti til gamans á dögunum nokkur skor íslenskra kylfinga í mótum erlendis þar sem kylfingum hafði tekist að fara undir 65 höggin. Fengum við nokkur viðbrögð eftir þá birtingu og birtum nú lista yfir lægstu skor íslenskra kylfinga í mótum erlendis miðað við þær upplýsingar sem við höfum.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert