Mikið er í húfi hjá Valdísi

Valdís Þóra Jónsdóttir á mótinu í Ástralíu.
Valdís Þóra Jónsdóttir á mótinu í Ástralíu. Ljósmynd/LET

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni á Akranesi var enn með forystuna þegar Opna NSW-mótið í golfi á Evrópumótaröðinni var hálfnað í Ástralíu en NSW stendur fyrir Nýja-Suður-Wales sem er fylki í suðausturhluta landsins. Hún er í þriðja sæti fyrir lokahringinn.

Mikið er í húfi þegar kemur að sigrum á mótum á Evrópumótaröðinni. Valdís gæti fengið keppnisrétt á risamótum ef henni tekst að sigra á mótinu. Tvö risamótanna eru á dagskrá Evrópumótaraðarinnar. Opna breska meistaramótið og Evian í Frakklandi, bæði í sumar.  Auk þess kemur verðlaunafé sér vel enda dýr útgerð að vera atvinnukylfingur sem gerir út frá Íslandi.

Sjá greinina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert