Fimmta sætið var niðurstaðan

Valdís Þóra Jónsdóttir á mótinu í Ástralíu.
Valdís Þóra Jónsdóttir á mótinu í Ástralíu. Ljósmynd/LET

Valdís Þóra Jónsdóttir hafnaði í fimmta sæti á NWS-golfmótinu sem lauk í Nýja-Suður-Wales í Ástralíu í nótt þegar hún lék fjórða og síðasta hringinn á tveimur höggum yfir pari. Mótið er liður í Evrópumótaröðinni.

Hún lék hann á 73 höggum og endaði þar með á samtals 6 höggum undir pari, 278 höggum, eftir að hafa leikið þrjá fyrstu hringina á 63, 70 og 72 höggum. Hún deildi fimmta sætinu með Felicity Johnson frá Englandi og Diksha Dagar frá Indlandi.

Meghan MacLaren frá Englandi stóð uppi sem sigurvegari en hún lék síðasta hringinn á 69 höggum og var á 272 höggum samtals eða 12 höggum undir pari. Munchin Keh frá Nýja-Sjálandi og Lynn Carlson frá Svíþjóð deildu öðru sætinu á 9 höggum undir pari og Christine Wolf frá Austurríki varð fjórða á sjö höggum undir pari.

Valdís, sem var með forystuna fyrstu tvo hringina á mótinu, fékk fjóra fugla á lokahringnum í nótt, fjóra skolla, einn tvöfaldan skolla og lék níu holur á pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert