Tiger með á Players

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Tiger Woods, næstsigursælasti kylfingur sögunnar, verður á meðal keppenda þegar Players Championship hefst í Flórída á morgun. Woods hætti við þátttöku á Bay Hill í síðustu viku vegna meiðsla í hálsi.

Þar hefur Woods verið sigursæll í gegnum tíðina og eitthvað hefur angrað hann fyrst hann hætti við keppni.

Kappinn virðist vera orðinn heill heilsu á ný og á teig klukkan hálftvö að staðartíma. Er hann settur í ráshóp með Webb Simpson sem sigraði á mótinu í fyrra og Patrick Reed sem sigraði á Masters. Fleiri áhugaverða ráshópa má auðvitað finna enda er mótið mjög sterkt.

Þykir vera eitt hið eftirsóknarverðasta að taka þátt í fyrir utan risamótin fjögur og laðar því að sterkustu kylfinga heims á hverjum tíma. Völlurinn, TPC Sawgrass, er vel þekktur og þá sérstaklega 17. brautin þar sem flötin er lítil eyja. Players hefur farið fram í maí frá árinu 2007 en er nú aftur fært fram í mars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »