Valdís tekur gott stökk upp á heimslistanum

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/LET

Skagakonan Valdís Þóra Jónsdóttir tekur gott stökk upp á heimslistanum í golfi eftir að hafa hafnað í fimmta sæti á NWS-golfmótinu sem lauk í Nýja-Suður-Wales í Ástralíu um síðustu helgi en mótið var hluti af Evrópumótaröðinni.

Valdís Þóra hækkar um 35 sæti og er nú í 402. sæti á heimslistanum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er sem fyrr efst íslenskra kvenna á listanum en hún er í 347. sæti og Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í 985. sæti.

Sung Hyun Park frá Suður-Kóreu er í efsta sæti á heimlistanum.

Staðan á heimslistanum:

mbl.is