Bakið stöðvaði Valdísi Þóru

Valdís Þóra Jónsdóttir er á heimleið vegna meiðsla í baki.
Valdís Þóra Jónsdóttir er á heimleið vegna meiðsla í baki. Ljósmynd/LET

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hefur verið að glíma við bakmeiðsli undanfarna mánuði en ætlaði sér að leika eitt mót til viðbótar áður en hún kæmi heim í meðhöndlun hjá sérfræðingum vegna meiðslanna.

Valdís hóf leik á mótinu í dag en það fer fram á Westlake Golf Club í Suður-Afríku og er hluti af Evrópumótaröðinni. Hún varð hins vegar að hætta leik eftir sex holur vegna bakmeiðslanna.

Valdís náði þrátt fyrir meiðslin að enda í 5. sæti á móti í Ástralíu um síðustu helgi en það er hennar næstbesti árangur í Evrópumótaröðinni. Nú heldur hún heim til Íslands til að fá bót meina sinna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert