Ótrúlegt draumahögg (myndskeið)

Ryan Moore
Ryan Moore AFP

Bandaríkjamaðurinn Ryan Moore sló draumahöggið á hinni frægu 17. holu á TPC Sawgrass þar sem Players Championship fer nú fram á PGA-mótaröðinni í golfi. 

Moore sló högg sem stefndi í að fara fram yfir holuna en small í stönginni og fór þaðan beint í holuna með talsverðum hávaða. 

Er þetta níunda skiptið í sögu mótsins þar sem keppanda tekst að fara holu í höggi á 17. brautinni. 

Um er að ræða eyjaholu, þ.e.a.s flötin er á eyju sem getur verið erfitt að hitta sérstaklega þegar vindurinn blæs á Flórída. 

mbl.is