Albatross á PGA (myndskeið)

Russell Knox
Russell Knox AFP

Skotinn Russell Knox fékk albatross á fyrsta keppnisdegi Valspar mótsins í golfi á PGA-mótaröðinni bandarísku í gær. 

Knox var á 11. holu vallarins sem er par 5 hola og tókst að setja annað högg sitt ofan í holuna en albatross þýðir þrjú högg undir pari á einni holu. 

Knox lauk leik á fjórum undir pari og er á meðal efstu manna. 

mbl.is