Duglegur að hugsa um líkamann í vetur

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson mbl.is/Árni Sæberg

Birgir Leifur Hafþórsson, reyndasti atvinnukylfingur landsins úr GKG, ætlar að nýta keppnisrétt sinn á Áskorendamótaröð Evrópu í sumar. Skagamaðurinn segist hafa lent í álagsmeiðslum í fyrra og ætlar að velja mótin skynsamlega.

„Ég er skráður í mótin frá og með maí. Miðað við síðustu ár þá gæti ég komist inn í fimmtán mót en ég reikna með að spila tíu til fimmtán mótum í mesta lagi. Í fyrra var þetta svolítið mikil törn en þá gerði ég viss mistök.

Þá var ég með keppnisrétt á Evrópumótaröðinni og hefði líklega betur einbeitt mér að henni og sleppt Áskorendamótaröðinni. En ég spilaði í mótum á báðum mótaröðunum og spilaði þar af leiðandi of margar vikur í röð. Ég mun fara út í æfingabúðir í tólf daga til að koma mér í gírinn. Ég fer í fyrsta mótið þegar ég til mig vera tilbúinn í framhaldi af því,“ sagði Birgir þegar Morgunblaðið spjallaði við hann.

Sjá allt viðtalið við Birgi á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert