Valdís í miðjum hópi í Marokkó

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir.

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hóf í dag keppni á Lalla Meryem-mótinu í golfi í Marokkó en það er liður í Evrópumótaröð kvenna.

Valdís lék fyrsta hringinn á 76 höggum, þremur yfir pari vallarins. Hún fékk tvo fugla, þrjá skolla og einn skramba á hringnum. Hún er í 62. til 79. sæti af 126 keppendum og því í hörðum slag um að komast áfram eftir niðurskurð á morgun.

Aðeins tólf keppendur náðu að leika undir pari í dag en Lina Boqvist frá Svíþjóð er með tveggja högga forystu. Hún lék hringinn á 66 höggum, sjö undir pari vallarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert