Möguleikar Valdísar litlir sem engir

Valdís Þóra Jónsdóttir lék á fjórum höggum yfir pari í …
Valdís Þóra Jónsdóttir lék á fjórum höggum yfir pari í dag. Ljósmynd/GSÍ

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir náði sér ekki á strik á öðrum hring sínum á Lalla Maryem-mótinu í golfi í Marokkó í dag en mótið er liður í Evrópumótaröð kvenna. Valdís lék hringinn í dag á 77 höggum eða fjórum höggum yfir pari vallarins. 

Valdís byrjaði illa í dag og fékk fjóra, þrjá skolla og einn skramba, á fyrstu níu holunum. Hún náði í þrjá fugla í dag, á áttundu, þrettándu og fjórtándu braut, en fékk skramba á fimmtándu braut, líkt og í gær, og endaði því á fjórum höggum yfir pari.

Valdís lék á 76 höggum í gær og var samtals á þremur höggum yfir pari fyrir í daginn í dag. Eftir seinni hringinn er hún á sjö höggum yfir pari og miðast niðurskurðarlínan við þrjú högg yfir pari eins og sakir standa. Enn þá eiga fjölmargir kylfingar eftir að ljúka leik en það verður að teljast afar ólíklegt að Valdís komist í gegnum niðurskurðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert