Guðrún Brá á meðal 50 efstu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi, er í 47. sæti ásamt um 20 öðrum kylfingum eftir fyrsta hring á VP Bank Ladies Open-mótinu á LET-Acess-Evrópumótaröðinni. Leikið er í Sviss.

Guðrún lék á 74 höggum eða á tveimur höggum yfir pari. Guðrún fékk þrjá fugla, fimm skolla og ellefu pör á holunum 18. 

Berglind Björnsdóttir er einnig á meðal keppenda á mótinu en hún náði sér ekki á strik í dag og lék á 81 höggi, níu höggum yfir pari, og er á meðal neðstu kylfinga. 

mbl.is