Risamót í næstu viku

Brooks Koepka
Brooks Koepka AFP

Hæstráðendur í golfíþróttinni hafa fært risamótið PGA meistaramótið hjá körlunum til í dagskránni. Vanalega hefur mótið verið síðsumars og verið fjórða og síðasta risamótið. Nú fer það fram í næstu viku og er risamót númer tvö á árinu. 

PGA-meistaramótið verður haldið á Bethpage State Park vellinum á Long Island í New York en mótið var fyrst haldið árið 1913. Fer það ávallt fram í Bandaríkjunum en flakkar á milli golfvalla. 

Í fyrra sigraði Brooks Koepka með glæsibrag þegar mótið fór fram í Missouri. 

Hin þrjú risamótin eru á svipuðum tíma og vanalega. Masters i apríl, Opna bandaríska um miðjan júní og Opna breska meistaramótið þegar upp úr miðjum júlí. Vanalega hefur því ekki verið risamót í maí en það breytist nú. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert