Ólafía Þórunn á einu yfir pari

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék fyrsta hringinn á IOA Invitational-mótinu í golfi á 73 höggum eða einu höggi yfir pari en mótið er hluti af Symetra-mótaröðinni.

Ólafía Þórunn, sem í vikunni vann sér keppnisréttinn á opna bandaríska mótinu, fékk tvo fugla og þrjá skolla og er í 34.-62. sæti en niðurskurður verður eftir tvo hringi á mótinu.

Nontaya Srisawang frá Taílandi lék best allra á fyrsta hringnum en hún lék á 68 höggum eða á fjórum höggum undir pari.

Staðan á mótinu

mbl.is