Ólafía Þórunn á tveimur yfir eftir fyrsta hring

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lék á 74 höggum eða á tveimur höggum yfir pari á fyrsta hringnum á Symetra Classic-mótinu í golfi í Bandaríkjunum í kvöld en mótið er hluti af Symetra-mótaröðinni.

Ólafía Þórunn fékk tvo fugla og fjóra skolla en lék tólf holur á parinu. Þegar þetta er skrifað er hún 52.-79. sæti en ekki hafa allir kylfingar lokið leik á fyrsta hringnum.

Nuria Iturrios frá Spáni er með besta skorið til þessa en hún lék hringinn á 66 höggum eða á sex höggum undir pari vallarins.

Staðan á mótinu

mbl.is