Ólafía lék á þremur yfir parinu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir, at­vinnukylf­ing­ur úr GR, lék aftur á 74 höggum eða á tveimur höggum yfir pari á öðrum hring sínum á Sy­metra Classic-mót­inu í golfi í Banda­ríkj­un­um í dag en mótið er hluti af Sy­metra-mótaröðinni.

Ólafía Þórunn hefur því leikið hringina tvo á fimm höggum yfir pari. Eins og staðan er núna miðast niðurskurðurinn við þrjú högg yfir pari en margir kylfingar eiga enn eftir að ljúka leik í dag svo það getur breyst.

Ólafía fékk fimm skolla á hringum í dag og tvo fugla.

Staðan á mótinu

mbl.is