Koepka vann annað árið í röð

Brooks Koepka.
Brooks Koepka. AFP

Banda­ríkjamaður­inn Brooks Koepka fagnaði sigri á PGA-meist­ara­mót­inu í golfi sem lauk í New York í kvöld en þetta var annað risamót ársins.

Koepka var með forystuna allt mótið en hann lék fyrstu tvo hring­ina á sam­tals 12 högg­um undir pari og hann hélt fengnum hlut og hrósaði sigri á þessu móti annað árið í röð. Koepka lék lokahringinn í kvöld á fjórum höggum yfir pari og lauk keppni á átta höggum undir parinu.

Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson varð annar á sex höggum undir pari en þrír kylfingar komu svo næstir á tveimur höggum undir pari en það voru þeir Jordan Spieth, Patrick Cantlay og Matt Wallace.

Lokastaðan á mótinu

mbl.is