Ólafía í 84. sæti eftir fyrsta hring

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á sínu fyrsta LPGA-móti á þessu …
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á sínu fyrsta LPGA-móti á þessu ári. mbl.is/Árni Sæberg

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 84.-105. sæti eftir fyrsta hring á Pure Silk-mótinu í golfi í Williamsburg í Virgíníu en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni og er þetta fyrsta mót Ólafíu á mótaröðinni á þessu ári.

Ólafía hóf leik á 10. teig og fékk par á fyrstu tíu brautunum sem hún lék. Hún fékk skolla á 2. og 5. braut en fugl á 4. braut, og svo par á síðustu fjórum brautunum sem hún lék.

Ólafía er því samtals á +1 höggi, eða sjö höggum á eftir efstu kylfingum sem eru Jennifer Song frá Bandaríkjunum, Anna Nordqvist frá Svíþjóð og Bronte Law frá Englandi. Hún mun þurfa að hafa fyrir því að komast í gegnum niðurskurðinn á morgun þegar keppni hefst að nýju.

mbl.is