Guðrún hafnaði í áttunda sæti

Guðrún Brá Björginvsdóttir
Guðrún Brá Björginvsdóttir Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi, hafnaði í áttunda sæti á Viaplay Ladies Finn­ish Open-mót­inu í Messilä í Finn­landi. Guðrún lék þrjá hringi samanlagt á pari, en hún náði ekki að fylgja eftir glæsilegum fyrsta hring. 

Guðrún lék á 75 höggum í dag, þremur höggum yfir pari. Hún fór á kostum á fyrsta hring og lék á 67 höggum og var efst ásamt Nina Pegova frá Rússlandi, sem að lokum vann mótið með nokkrum yfirburðum. 

Samanlagt lék Guðrún á 216 höggum, líkt og fjórir aðrir kylfingar. Hún var sjö höggum frá Pegova. 

Berglind Björnsdóttir komst einnig í gegnum niðurskurðinn en hún átti afar erfiðan dag og lék á 85 höggum, þrettán höggum yfir pari. Hún endaði í 57. sæti á samanlagt 20 höggum yfir pari. 

mbl.is