Ólafía komst ekki á lokahringinn

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik eftir tvo hringi á Shoprite mótinu á LPGA-mótaröðinni í New Jersey í Bandaríkjunum.

Ólafía lék annan hringinn í kvöld á 74 höggum, þremur yfir pari vallarins, en hún lék fyrsta hringinn í gær á 75 höggum.

Hún endaði þar með á sjö höggum yfir pari og í 125.-130. sæti á mótinu, af 144 keppendum, en leika þurfti á pari til að komast áfram.

Jeongeun Lee, auðkennd sem Lee6, frá Suður-Kóreu hefur leikið best allra á samtals 10 höggum undir pari og er einu höggi á undan Mariah Stachhouse frá Bandaríkjunum sem er á 9 undir pari. Lokahringur mótsins er leikinn á morgun, sunnudag.

mbl.is