Frábær lokahringur tryggði McIlroy sigur

Rory McIlroy.
Rory McIlroy. AFP

N-Írinn Rory McIlroy fagnaði sigri á opna kanadíska meistaramótinu í golfi í gærkvöld með frábærri spilamennsku á lokahringnum.

McIlroy spilaði lokahringinn á 61 höggi eða á níu höggum undir pari og lauk keppni á 22 höggum undir pari, sjö höggum á undan Shane Lowry og Webb Simpson.

N-Írinn fékk níu fugla á lokahringnum og fékk einn örn en fyrir síðasta hringinn var hann jafn ásamt tveimur öðrum kylfingum á 13 höggum undir pari.

„Þetta var æðislegt. Þetta mun gefa mér svo mikið sjálfstraust. Þetta er stórt mót og ég er svo stoltur af sjálfum mér. Ég mun taka mikið með mér frá þessu móti og ég er virkilega spenntur fyrir næstu,“ sagði McIlroy, sem verður í eldlínunni á opna bandaríska mótinu sem hefst síðar í þessari viku.

Lokastaðan á mótinu

mbl.is