Brooks Koepka reynir við þrennu

Brooks Koepka að hita upp fyrir US Open sem hefst …
Brooks Koepka að hita upp fyrir US Open sem hefst í dag. AFP

Opna bandaríska meistaramótið í karlaflokki í golfi hefst á hinum glæsilega Pebble Beach-velli í Kaliforníu í dag. Verður þetta í sjötta sinn sem mótið er haldið á vellinum.

Tiger Woods sigraði þegar mótið var haldið á vellinum árið 2000 en árið 2010 sigraði N-Írinn Graeme McDowell.

Opna bandaríska hefur verið haldið frá árinu 1895 ef frá eru talin stríðsárin á fyrri hluta 20. aldarinnar. Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka hefur unnið mótið síðustu tvö skipti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert