Fimm fuglar hjá Guðmundi Ágústi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Ljósmynd/GSÍ

Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt í PGA Championship-mótinu í golfi í Svíþjóð, sem er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni, en það hófst í morgun.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Axel Bóasson hafa lokið við að spila fyrsta hringinn. Guðmundur Ágúst fór vel af stað en hann lék hringinn á 67 höggum eða á fjórum höggum undir pari. Hann er sem stendur í 2.-3. sæti. Guðmundur fékk fimm fugla á hringnum og einn skolla.

Það gekk ekki eins vel hjá Axel. Hann lék hringinn á 73 höggum eða á tveimur höggum yfir pari. Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson eru einnig á meðal keppenda en þeir hafa ekki lokið leik á fyrsta hringnum.

Staðan á mótinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert