Ólafía ekki á KPMG-mótinu um helgina

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er með samning við KPMG.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er með samning við KPMG. mbl.is/Árni Sæberg

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður ekki á meðal þeirra kylfinga sem hefja í dag leik á KPMG-meistaramótinu, einu risamótanna fimm í golfi kvenna. Ólafía lék á síðasta risamóti, US Open, um síðustu mánaðamót, og í viðtali við Morgunblaðið eftir það kvaðst hún binda vonir við að komast einnig á KPMG-mótið.

Árangur Ólafíu síðustu misseri dugði henni ekki til að komast beint á mótið. Hún er hins vegar með stuðningssamning við fyrirtækið KPMG, líkt og fleiri kylfingar. Þess vegna mun fyrirtækið hafa sótt það fast að hún fengi boð á risamótið sem hefst í dag, án árangurs.

Mótið er haldið í samvinnu KPMG og samtaka atvinnukylfinga í Bandaríkjunum sem vildu fara aðra leið. Ólafía leikur því næst á Symetra-móti í Ohio 28.-30. júní. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert