24 leikmenn í EM hóp Íslands

Aron Snær Júlíusson er í íslenska karlalandsliðinu sem keppir á …
Aron Snær Júlíusson er í íslenska karlalandsliðinu sem keppir á Ljunghusen-vellinum í Svíþjóð. Ljósmynd/GSÍ

Gregor Brodie, afreksstjóri Golfsambands Íslands, og Ólafur Björn Loftsson, aðstoðarafreksstjóri, hafa tilkynnt hvaða leikmenn skipa landslið Íslands sem tekur þátt á Evrópumeistaramótinu í liðakeppni sem fram fer í Svíþjóð, á Ítalíu, í Frakklandi og á Spáni í júlí.

Alls völdu þeir leikmenn í fjögur landslið sem taka þátt fyrir Íslands hönd á EM en öll fjögur landsliðin eru skipuð áhugakylfingum og munu öll liðin keppa í efstu deild. Öll fjögur mótin fara fram á sama tíma, 9.-13. júlí en karlalandsliðið keppir á Ljunghusen-vellinum í Svíþjóð, kvennalandsliðið á Molas-vellinum á Ítalíu, piltalandsliðið á Chantilly-vellinum í Frakklandi og stúlknalandsliðið á Parador-vellinum á Spáni.

Karlalandslið Íslands: 

Aron Snær Júlíusson, GKG
Birgir Björn Magnússon, GK
Bjarki Pétursson, GKB
Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
Gísli Sveinbergsson, GK
Rúnar Arnórsson, GK

Kvennalandslið Íslands:

Andrea Bergsdóttir, GKG 
Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS
Helga Kristín Einarsdóttir, GK
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR
Saga Traustadóttir, GR

Piltalandslið Íslands 2019

Aron Emil Gunnarsson, GOS
Böðvar Bragi Pálsson, GR
Kristófer Karl Karlsson, GM 
Kristófer Tjörvi Einarsson, GV
Jón Gunnarsson, GKG 
Sigurður Bjarki Blumenstein, GR

Stúlknalandslið Íslands:

Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA
Árný Eik Dagsdóttir, GKG
Ásdís Valtýsdóttir, GR
Eva María Gestsdóttir, GKG
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert