Ólafía dróst aftur úr á lokahringnum

Ólafía keppti í Cincinnati í Ohio um helgina.
Ólafía keppti í Cincinnati í Ohio um helgina. mbl.is/Árni Sæberg

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék þriðja og síðasta hringinn á 5 höggum yfir pari á Prasco Charity mótinu í Ohio í dag, en mótið er hluti af Symetra atvinnumótaröðinni.

Ólafía fékk þrjá skolla og einu sinni tvöfaldan skolla á hringnum í dag. Hún hafði leikið fyrstu tvo hringi mótsins hvorn um sig á pari vallarins, eða 72 höggum, og endaði því samtals á +5 höggum.

Ekki hafa allir kylfingar lokið keppni en Ólafía er í 50. sæti sem stendur eftir að hafa verið í 32. sæti fyrir lokahringinn. Hin franska Perrine Delacour er í góðri stöðu til að vinna mótið en hún er á -14 höggum, með fimm högga forskot, þegar efstu kylfingarnir eiga átta holur eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert