Bætti sig um sjö högg og fer áfram

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék afar vel í dag.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék afar vel í dag.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék glæsilega á öðrum hring á Slovakia Challenge mótinu í dag. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu, næst sterkustu atvinnumótaröð álfunnar. 

Guðmundur Ágúst lék á 67 höggum í dag, fimm höggum undir pari. Aðeins einn kylfingur spilaði betur en Guðmundur í dag. Bretinn Garrick Porteous lék á 65 höggum. 

Íslenski kylfingurinn lék á 74 höggum í gær, tveimur höggum yfir pari, og bætti sig því um sjö högg á milli hringja. Hann er í 39. sæti og svo gott sem búinn að tryggja sér í gegnum niðurskurðinn og þátttökurétt á tveimur síðustu hringjunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert