Góð spilamennska Guðmundar hélt áfram

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék vel á þriðja hring á Slovakia Chal­lenge mót­inu í dag. Mótið er hluti af Áskor­enda­mótaröð Evr­ópu, næst sterk­ustu at­vinnu­mótaröð álf­unn­ar. 

Guðmundur lék á 70 höggum í dag, eða tveimur höggum undir pari. Hann lék glæsilega í gær; á 67 höggum, sem eru fimm höggum undir pari.

Hann lék á tveimur höggum yfir pari á fyrsta degi og er hann því á samanlagt fimm höggum undir pari fyrir fjórða og síðasta hringinn sem spilaður verður á morgun. 

Íslenski kylfingurinn er í 38. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Hollendingurinn Darius van Driel er efstur á fimmtán höggum undir pari. 

mbl.is