Haraldur í öðru og Axel í þriðja

Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson voru báðir í toppbaráttu á Cam­f­il Nordic Champ­i­ons­hip-mót­inu í golfi. Mótið er í Nordic Golf-mótaröðinni og er spilað í Svíþjóð. 

Svo fór að Haraldur endaði í öðru sæti, einu höggi á eftir Christopher Sahlström sem stóð uppi sem sigurvegari. Einu höggi á eftir Haraldi var Axel Bóasson í þirðja sæti. Haraldur lék hringina þrjá á ellefu höggum undir pari og Axel á tíu höggum undir. 

Haraldur var í toppsætinu fyrir lokahringinn, en hann lék á 71 höggi í dag, einu höggi undir pari. Sahlström fór upp fyrir hann með því að spila á 67 höggum, fimm höggum undir pari. Axel lék á 69 höggum í dag, þremur höggum undir pari. 

Andri Þór Björnsson hafnaði í 46. sæti á samanlagt fjórum höggum yfir pari. Aron Bergsson komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi. 

Axel Bóasson.
Axel Bóasson. Golf.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert