Guðmundur hafnaði í 51. sæti

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék lokahringinn á Slovakia Challenge-mótinu í dag á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Hann hafnaði í 51. sæti, en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu sem er næststerkasta atvinnumótaröð álfunnar.

Guðmundur lék fyrsta hringinn einnig á 74 höggum, en lék best á öðrum hring þegar hann var á 67 höggum eða fimm undir pari. Á þriðja hring í gær lék hann á 70 höggum og var því fjórum höggum verri í dag. Það skilaði honum að lokum í 51. sæti á þremur höggum undir pari samanlagt.

Fyrir niðurstöðuna fékk Guðmundur 790 evrur í verðlaunafé, eða um 112 þúsund krónur. Rhys Enoch frá Wales vann á 18 höggum undir pari.

mbl.is