Dramatískur sigur hjá Wolff (myndskeið)

Matthew Wolff með verðlaunagripinn.
Matthew Wolff með verðlaunagripinn. AFP

Matthew Wolff, 20 ára Bandaríkjamaður, vann í gærkvöld dramatískan sigur á PGA-móti í golfi í Bandaríkjunum.

Wolff varð þar með annar yngsti kylfingurinn til að fagna sigri á PGA-móti í 80 ár en hann lék lokahringinn á sex höggum undir pari og varð samtals 21 höggi undir pari eftir hringina fjóra.

Bryson DeChambeau taldi sig hafa unnið á mótinu eða í það minnsta tryggt sér bráðabana þegar hann fékk örn á lokaholunni en Wolff lék sama leik og það tryggði honum sigurinn. DeChambeau og Colin Morikawa urðu jafnir í 2.-3. sæti, höggi á eftir Wolff.

„Ég er stoltur af sjálfum mér að geta verið hér. Ég vissi að ég gæti unnið og ég hafði mikla trú á sjálfum mér,“ sagði Wolff eftir sigurinn en á meðfylgjandi myndskeiði má sjá hann tryggja sér sigurinn.

Lokastaðan á mótinu

mbl.is