Sex fuglar hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hóf í gær keppni á Marathon Classic-mótinu í golfi sem er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Ólafía Þórunn náði sér vel á strik en hún lék fyrsta hringinn á þremur höggum undir pari og er jöfn í 20. sæti. Ólafía er fjórum höggum á eftir Alenu Sharp og Youngin Chin sem deila efsta sætinu.

Ólafía krækti í sex fugla, fékk einn skolla og einn tvöfaldan skolla. Spilaðir verða fjórir hringir en niðurskurður verður eftir annan hringinn sem verður spilaður í dag.

Staðan á mótinu

mbl.is

Bloggað um fréttina